15.5.2013 | 14:28
Rétturinn til þekkingarleysis
Það er athygglisvert að landlæknisembættið, eða nefnd á þess vegum, lítur svo á að réttur mannsins til að vita ekki er ríkari en rétturinn til að vita. Það er eins gott að þessi theoría laumi sér ekki inn í skólakerfið, þá verðum við í djúpum.
ÍE vill ná til allra arfbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Guðlaugur Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má einnig benda á það að fáir þú að vita um stökkbreytinguna þá ber þér að láta tryggingafélag þitt vita. Haldir þú heilsufarsupplýsingum leyndum átt þú, eða fjölskyldan, ekki rétt á bótum. En látir þú tryggingafélagið vita er ekki víst að þú fáir að líftryggja þig. Eins munu þessar upplýsingar fylgja afkomendum þínum sem geta borið genið.
Eins mætti segja að Landlæknisembættið, eða nefnd á þess vegum, lítur svo á að réttur þeirra sem væru með stökkbreytinguna til að vita ekki af því vægi þyngra en réttur valdhafa til að lágmarka áhættu tryggingafélaga.
SonK (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 15:56
Er það virkilega svo að manneskja sem greinist með þetta verði að láta tryggingafélag sitt vita? Kannski manneskja sem er búin að vera með líftryggingu í mörg ár og greinist svo með einhvern sjúkdóm...á þá að láta tryggingafélagið vita? Af hverju? Tryggingafélagið tók áhættu á sínum tíma og tryggði veruna, alveg eins og veran tók áhættu og tryggði sig. Hvorugt vissi hvort á trygginguna myndi reyna. Er það virkilega svo að þegar allt kemur til alls þá eru líftryggingar yfir höfuð falskar tryggingar?
assa (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 16:17
Úr umsókn:
"Yfirlýsing umsækjanda og samþykki hans fyrir því að það sé aflað heilsufarsupplýsinga hjá öðrum.
Ég undirrituð/undirritaður lýsi hér með yfir að ég hef sjálf(ur) svarað öllum spurningum þessarar umsóknar og staðfesti hér með að svör mín eru rétt og sannleikanum samkvæm og ekki eru undanskilin atriði sem kunna að skipta máli við áhættumat félagsins vegna vátryggingarinnar. Ég hef fyllt út með eigin hendi umsókn þessa og geri mér grein fyrir því að rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar mitt geta valdið missi bótaréttar að hluta eða öllu leyti og að greidd iðgjöld verði óendurkræf. Þá er mér ljóst í hvaða skyni upplýsingar í umsókn þessari eða frá öðrum eru veittar og að þær, ásamt skilmálum vátryggingarinnar, sem ég hef kynnt mér, eru grundvöllur samnings milli mín og Sjóvá-Almennra líftrygginga hf. Mér er ljóst að vátrygging þessi nær ekki til fyrri sjúkdóma eða slysa eða afleiðinga þeirra.
ÉG SAMÞYKKI AÐ VINNSLA UPPLÝSINGA FARI FRAM Á ÞANN HÁTT SEM LÝST ER HÉR AÐ FRAMAN OG GERI MÉR GREIN FYRIR TILGANGI HENNAR. JAFNFRAMT VEITI ÉG LÆKNUM, SJÚKRASTOFNUNUM OG ÖÐRUM SEM HAFA MEÐ HÖNDUM UPPLÝSINGAR UM HEILSUFAR MITT HEIMILD TIL AÐ VEITA FÉLAGINU OG TRÚNAÐARLÆKNI ÞESS ALLAR UPPLÝSINGAR ER NAUÐSYNLEGAR KUNNA AÐ VERA VIÐ ÁKVÖRÐUN UM VEITINGU VÁTRYGGINGARINNAR EÐA ÞEGAR META ÞARF KRÖFU UM BÆTUR. "
Og svo er skrifað undir.
SonK (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.