7.4.2009 | 14:11
Sjálfstæðismenn - Ótrúlegt
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekið þingið í gíslingu vegna stjórnlagaþingsmálsins. Beita þeir nú sömu ráðum og þeir hötuðu mest hjá stjórnarandstöðunni áður, og létu þá breyta þingsköpum til að taka sárasta bitið úr málsþófsaðferðinni.
En er þessum mínum gamla flokki lífsins ómögulegt að hugsa sér neitt það mál sem almenningur ætti að hafa eitthvað um að segja? Jafnvel ekki stjórnarskrána. Á þingið, og framkvæmdavaldið að baki því, að ráða henni líka?
Nú er það svo, að stjórnarskráin á að vera rammalöggjöf utan um allt stjórnkerfi landsins, líka löggjafarmálsins, þ.e. Alþingis. Er þá ekki óeðlilegt að Alþingi setji sér sjálft reglurnar? Er ekki eðlilegra að sérstakt Stjórnlagaþing sjái um þá hlið málsins í samvinnu við Alþingi, svo þingmenn og ráðherrar (í krafti þingsins) setji sér nú ekki alfarið reglurnar sjálfir?
Hefur nú ekki ýmislegt það gerst í þjóðfélaginu sem bendir til þess að regluverki okkar hafi verið ábótavant? Þann skort á lögum og reglum verður að rekja til löggjafarvaldsins (varðandi lög) og framkvæmdavaldsins (varðandi reglugerðir). Séu mönnum þessar staðreyndir ljósar, þá verður framverði Sjálfstæðisflokksins í Þinginu núna stórundarlegt, ef ekki annað og verra.
![]() |
Enn rætt um fundarstjórn forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Guðlaugur Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf samir við sig
TARA, 7.4.2009 kl. 22:58
Ef ekki væru lög um meiðyrði í þessu landi þá hikaði ég ekki við að tala um hyski og drullusokka.
En mér leyfist þó að segja að ég hef andstyggð á fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og fátt er mér meira tilhlökkunarefni en sú von að þeim fækki um helming innan hálfs mánaðar.
Árni Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.