Hlutverk og réttur hjálparsveitarmanna

Þarna er margt skarplega athugað hjá Árna Tryggvasyni, og hann veltir einmitt upp atriði sem ég hef sjálfur oft velt fyrir mér; hver eru réttindi hjálparsveitarmanna ef þeir meiðast við störf sín í almannaþágu?  Þetta er atriði sem auðvitað þarf að vera í lagi. Hjálparsveitarfólk þarf að hafa réttindi til tryggingabóta eins og aðrir sem vinna að björgunarstörfum.


mbl.is Mannslíf minna virði en húshlutar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt fyrir hvern?

Er það ekki öllu frekar vandræðalegt fyrir fráfarandi ríkisstjórn að hafa greint ranglega frá stöðu ríkissjóðs í aðdraganda nýafstaðinna kosninga?  Ég get ómögulega komið auga á að það sé á nokkurn hátt vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð.
mbl.is Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétturinn til þekkingarleysis

Það er athygglisvert að landlæknisembættið, eða nefnd á þess vegum, lítur svo á að réttur mannsins til að vita ekki er ríkari en rétturinn til að vita.  Það er eins gott að þessi theoría laumi sér ekki inn í skólakerfið, þá verðum við í djúpum.
mbl.is ÍE vill ná til allra arfbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhættufíklar á Wall Street

Við lestur þessarar fréttar um áhættufíkla og Wall Street detta mér í hug tvær bækur eftir Michael Lewis.  Sú fyrri heitir "Liar's Poker" og var gefin út snemma á níunda áratug síðustu aldar og fjallar um innreið "Bond trading" á Wall Street, en þar höfðu menn mest fengist við "Equity trading" fram að því.  Þetta gerðist á árinu 1977 og á næstu árum þar á eftir.  Í bókinni kemur glögglega fram hvernig persónuleikar það eru sem sækjast í störf miðlara og sölumanna á verðbréfamarkaði.  Mjög margir þeirra eru áhættufíklar á misháu stigi með takmarkað jarðsamband, og jafnvel með aðrar og fleiri karakterveilur líka.

Síðari bókin er eftir sama höfund, og heitir hún "The Big Short".  Þar fer höfundur yfir atburði á Wall Street síðustu árin fyrir hrun, fjallar um viðskipti með vafninga sem gerðir voru um svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaði, og afleiður þar sem tekin var staða gegn þessum vafningum. 

Höfundur var starfsmaður hjá fyrirtækinu Salomon Brothers á Wall Street á árunum 1980 til 1990 (cirka) og hefur fyrri bók hans stundum verið kennt um fall þess fyrirtækis.  Salomon Brothers var brautriðjandi á sviði viðskipta með skuldabréf á Wall Street á sínum tíma, og var fyrsta verðbréfafyrirtækið á Wall Street  sem fór á markað með hlutabréf sín, en líka eitt það fyrsta sem féll, strax á síðustu öld.  Löngu fyrir það sem við nú köllum hrun. 

Sem fyrrum starfsmaður á þessum vettvangi skrifar Charles Lewis um þessi mál af næmri þekkingu, og að baki bókum hans liggur mikil gagnaöflun og viðtöl við fjölda fólks.  Það því fádæma lærdómsríkt að lesa bækur hans vilji maður fræðast um þennan vettvang fjármálaheimsins.


mbl.is Orsök fjárhagsáhyggna fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska leiðin út úr vandanum

Þetta er nú kannski ekki alveg út í hött hjá hinum Ameriska Nobelshafa.  Það sem er sérstakt við íslensku aðferðina er það, að við létum bankana fara á hausinn og afskrifuðum þannig yfir átta þúsund milljarða króna í erlendum skuldum.  Það er hið eina sem er sérstakt við íslensku leiðina og um leið hið skelfilega í augum evrópskra efnahagssérfræðinga og stjórnmálamanna.  Ef Írar, Portúgalir og Grikkir færu þessa sömu leið, mundu stóru bankarnir í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi tapa svo stórum fjárhæðum að óvíst er að þeir hefðu eigið fé til að mæta því.  CAD hlutfall þeirra gæti orðið ólöglega látt og þeir misst starfsleifið.  Vandinn gæti orðið það stór að ríkissjóðir viðkomandi landa gætu ekki mætt honum með ríkisframlögum til bankanna.  Þetta er ástæðan fyrir þeirri miklu hræðslu sem íslenska leiðin hefur valdið meðal ráðamanna stóru landanna í Evrópu.

 


mbl.is Ekkert sérstakt við íslensku leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var gagnaðili viðskiptanna

Gæti hugsast að gagnaðili þessara miklu tapviðsipta ríkissjóðs Líbíu hafi verið aðilar á vegum Líbíustjórnar?  Annað eins hefur nú komið upp á síðari árum. 
mbl.is Gaddafi tapar á gjaldeyrisafleiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurflugvöllur.

Hvernig er það, er ekki nær allt landið sem flugvöllurinn stendur á í eigu ríkissjóðs?  Er þá ekki ákvörðun um flugning eða ekki flutning flugvallarins alfarið á hendi ríkisins?
mbl.is Reisi nýtt hús við flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórólfur Matthíasson í Aftenposten í dag

Eru engin takmörk fyrir hálfvitahætti sumra Íslendinga?  Hverslu vitlausir megum við til dæmis verða áður en við missum frelsi.
mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga er nú 1,6% á ársgrundvelli

Enn á ný undrar maður sig á umræðunni um verðbólgustigið. Seðlabankastjóri talar um að ná verðbólgunni niður í 2,5% í upphafi árs 2010, þegar verðbólgan er nú tæp 1,6% á ársgrundvelli, þegar miðað er við verðbólgumælingu í janúar til mars 2009. Er verið að halda uppi blekkjandi umræðu um verðbólgustigið í landinu til að rökstiðja áframhaldandi háa vexti?
mbl.is Verðbólga í 2,5 prósent 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrin eru betri.

Þegar ég rak augun í frétt Mbl í morgun um atferli Umhverfisstofnunar í þessu máli, þá trúði ég vart eigin augum. Hvað er að fólki? Ég hef alltaf haldið að þessi stofnun ætti að vernda umhverfið.  En það verð ég að segja sem gamall sveitamaður og dýravinur, að því meir sem ég kynnist mönnunum því betur kann ég að meta dýrin.


mbl.is Mun tryggja að Líf fái líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Guðlaugur Guðmundsson

Höfundur

Guðlaugur Guðmundsson
Guðlaugur Guðmundsson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband