Málþóf í þinginu.

Nú hafa sjálfstæðismenn haldið uppi málþófi um stjórnarskrármálið í nokkrar vikur. Þetta lýsir  ótrúlegri ósvífni og hroka, ekki síst í ljósi þess hverjir bera mesta ábyrgð á ástandinu eins og það er. Sömu menn og komu þjóðinni á kaldan klaka leyfa sér að hindra að þjóðin fái að setja sér nýja stjórnarskrá. Ótrúlegt!
mbl.is Enn óvissa um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lántakendur stefna

Þetta er ný hugsun hér á landi og mjög spennandi satt að segja. Bera yfirvöld og bankarnir ásamt eigendum sínum einhverja ábyrgð eða er hægt að bjóða lántakendum hvað sem er hvenær sem er?
mbl.is Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn - Ótrúlegt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekið þingið í gíslingu vegna stjórnlagaþingsmálsins. Beita þeir nú sömu ráðum og þeir hötuðu mest hjá stjórnarandstöðunni áður, og létu þá breyta þingsköpum til að taka sárasta bitið úr málsþófsaðferðinni.

En er þessum mínum gamla flokki lífsins ómögulegt að hugsa sér neitt það mál sem almenningur ætti að hafa eitthvað um að segja? Jafnvel ekki stjórnarskrána. Á þingið, og framkvæmdavaldið að baki því, að ráða henni líka? 

Nú er það svo, að stjórnarskráin á að vera rammalöggjöf utan um allt stjórnkerfi landsins, líka löggjafarmálsins, þ.e. Alþingis. Er þá ekki óeðlilegt að Alþingi setji sér sjálft reglurnar? Er ekki eðlilegra að sérstakt Stjórnlagaþing sjái um þá hlið málsins í samvinnu við Alþingi, svo þingmenn og ráðherrar (í krafti þingsins) setji sér nú ekki alfarið reglurnar sjálfir?

Hefur nú ekki ýmislegt það gerst í þjóðfélaginu sem bendir til þess að regluverki okkar hafi verið ábótavant? Þann skort á lögum og reglum verður að rekja til löggjafarvaldsins (varðandi lög) og framkvæmdavaldsins (varðandi reglugerðir). Séu mönnum þessar staðreyndir ljósar, þá verður framverði Sjálfstæðisflokksins í Þinginu núna stórundarlegt, ef ekki annað og verra.


mbl.is Enn rætt um fundarstjórn forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslukortavelta.

Við samanburð á greiðslukortaveltunni fyrstu mánuði ársins 2008 versus sömu mánuði 2009 væri held ég eðlilegra að horfa til breytinga á gengi krónunnar en ekki neysluvísitölu.
mbl.is 98% aukning í erlendri greiðslukortaveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn samir við sig.

Dálítið undarlegt hvað Bandaríkamenn ímynda sér alltaf að harka í samdkiptum við aðrar þjóðir muni færa þeim heimsins gæfu, enda þótt sagan sýni þeim í raun hið gagnstæða. En kannski eru þeir bara lélegir söguskoðarar.


mbl.is Blendnir dómar um frammistöðu Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva er ódýr.

Eftir áratuga reynslu af allskonar verktöku sérfræðinga í viðskiptalífinu þá er þóknun þessarar konu ekki há. Sama kemur út sé tekið mið af td. launum yfirmanna í bönkunum eða jafnvel í ráðuneytunum sjálfum.
mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhúsið

Nú er ríkissjóður rekinn með 160 milljarða halla og örugglega einhver halli á Borginni. Hvernig ætla menn/konur að réttlæta áframhaldandi framkvæmdir við þessa vitleysu þegar ljóst er að þær framkvæmdir verður að fjármagna allar með lánsfé? Er fyllirí síðustu ára ekki ennþá runnið af mönnum, eða er vitsmunum okkar ekki við bjargandi?
mbl.is Fjármögnun Tónlistarhúss ólokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskurður - Ekki "umskurn"

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að skurn væri þunn skel, eins og eggjaskurn, ísskurn (þunnur ís) osfrv. Hvernig væri nú fyrir Mbl.is að leiðrétta þessa frétt fyrst þetta er látið hanga inni á síðunni dögum saman. Þetta kennir td. börnum rangt málfar.
mbl.is Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga oftalin í fréttum

Það er skrítin árátta sem nú hrjáir fréttamenn og etv. fleiri, sem segja frá verðbólgustiginu í landinu.  Sífellt er klifað á verðbólgu síðustu tólf mánaða, sem nú er 15,2%, en lítið gert úr því að verðbólga síðustu þriggja mánaða bendir til að ársverðbólgan sé komin niður fyrir fimm prósent.  Vill ekki einhver sérfræðingur tala fyrir vitrænni umræðu um þessi mál svo við komumst út úr þessari vitleysu.
mbl.is Trúir ekki öðru en stýrivextir lækki umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðlaugur Guðmundsson

Höfundur

Guðlaugur Guðmundsson
Guðlaugur Guðmundsson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband