24.3.2009 | 13:33
Villandi fréttir af verðbólgu.
Það er svolítð skrítinn ósiður sem nú tíðkast að segja frá verðbólgu í nútíðinni með því að segja hvað verðbólgan hafi verið síðustu tólf mánuði. Þær upplýsingar segja akkúrat ekkert um verðbólguna eins og hún mælist í dag.
Þannig mælt er verðbólgan nú 15,2%. En staðreyndin er sú að verðbólgan var 0,5% í janúar, 0,6% í febrúar og í mars var verðhjöðnun 0,6%. Það er því ljóst að hraði verðbólgunnar á ársgrundvelli er nú aðeins örfá prósent, en víðsfjarri því að vera fimmtán prósent. Ég skil ekki alveg hvaða fortíðarhyggja þetta er í sambandi við verðbólguna, né átta ég mig á hver stýrir þessari umræðu. En vitlaus er hún hvað sem öðru líður.
Talsvert dregur úr verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2009 | 11:57
Fasteignaverð og þróun þess?
Nafnverð íbúða lækkar lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2009 | 10:20
Rétt hjá Illuga
Ég tek undir allt það sem Illugi Gunnarsson segir hér að framan. En ég vil útvíkka það sem hann segir þar. Þann heiðarleika sem hann vill að gildi um samskipti sjálfstæðismanna innbyrðis vil ég láta gilda um samskipti stjórnmálamanna almennt um þessar mundir. Þjóðin krefst þess að þingmenn sýni gott fordæmi og leggi af um sinn pólistískan refshátt og tilgangslaust karp um aukaatriði, málstafir og orðhengilshátt.
Þingmenn geta ekki vænst meira af almennum flokksmönnum en þeir krefjast af sjálfum sér, hvorki í hugsun né framkomu. Ég vil þó taka skýrt fram að ég er hér ekki sérstaklega að skjóta á Illuga, hann hefur tamið sér betri betra orðfæri er margur í hanns stétt. Ég er hér að tala um þingmenn almennt og stjórnmálin í þessu landi, sem augljóslega hafa brugðist landsmönnum. Stjórnmálamenn þurfa að endurheimta traust þjóðarinnar, og það gerist ekki af sjálfu sér á einni nóttu. Það verður löng vinna fyrir margar hendur.
Þessu verður að linna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 18:05
HEILINDI FRAMSÓKNARMANNA
Nú hefur reynt á heilindi framsóknarmanna gagnvart ríkisstjórninni. Það stóð ekki lengi enda ekki við því að búast úr þeirri átt. Það má etv. flokka með pólitískri einfeldni hjá Jóhönnu og Steingrími að ætla að byggja samstarf sitt á hlutleysi framsóknarmanna.
Í fyrsta lagi er engin hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi, og því vart við því að búast að sá flokkur sem tekur að sér að verja ríkisstjórn falli kunni að haga sér í því hlutverki.
Í öðru lagi er framsóknarflokkurinn orðinn svo heillum horfinn og rýr í roðinu að ekki er hægt að reikna með að formaðurinn geti haldið uppi sæmilegum flokksaga.
Í þriðja lagi má búast við að sjálfstæðismenn í viðskiptanefnd hafi sótt fast að framsóknarmönnum að vinna með sér að málstöfum, og ekki gott að segja hverjum launum framsóknarmönnum var lofað í þeim viðskiptum.
Taugaveikluð ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2008 | 16:50
"Saving Iceland"
Ég var að hlutsta á viðtal fréttamanns við fulltrúa samtakanna Saving Iceland. Þarna fær fulltrúi SI allan þann tíma sem hann vill til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, en fréttamaður spyr ekki neinna spurninga sem skipta máli. Hvernig væri nú að láta þetta fólk gera grein fyrir sér; hvað heitir það, hvaðan kemur það, hvað er það að gera á Íslandi, hvað gerir það í sínu heimalandi, hvernig kostar það starf sitt hér, osfrv.
það er ekki hlutverk íslenskra fjölmiðla að birta ókeypis auglýsingar fyrir þessi samtök frekar en aðra auglýsendur. Íslenskir fjölmiðlar eiga að birta fréttir af þessum viðburðum, og ég reikna með að ég sé ekki einn um að vilja vita eitthvað um þetta fólk í Saving Iceland og samtökin sjálf. Þeir segjast jú vera að bjarga landinu okkar, viljum við ekki mynda okkur skoðun á því hvort það sé örugglega svo. Eða eru þetta etv. bara atvinnumótmælendur sem eru að valda okkur fjárhagslegu tjóni með framferði sínu? Mig vantar upplýsingar til að geta metið þetta, og þær upplýsingar eiga fjölmiðlar að afla láta mig hafa. Til þess eru fjölmiðlar m.a.
Sjö mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðlaugur Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar